Kiwanis og Geðverndarmál í 45 ár !

Kiwanis og Geðverndarmál í 45 ár !


Það eru rúm  45 ár frá fyrsta K-degi sem haldinn er að jafnaði á 3ja ára fresti og 2019
 í 15. skipti. Með sölu K-lykils, „Lykill að lífi“ hefur alltaf verið styrkt geðverndarmál
undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“ Vinna okkar Kiwanismanna er öll í 
sjálfboðavinnu þannig að söfnunarfé skili sér sem best til styrktarverkefna. 
Verndari söfnunarinnar  hafa að jafaði verið forseti Íslands sem við metum mikils og
þökkum fyrir. Einnig þökkum við Kiwanisfélagar þjóðinni fyrir frábærar móttökur.
Kiwanishreyfingin hefur kostað og gefið út Lífsvísi í samstarfi við Landlæknisembættið til þess að sporna gegn sjálfsvígum og sér forvarnarfulltrúi Landlæknis um dreifingu á Lífsvísinum. 
Hér fylgir samantekt yfir 

styrktar verkefni sl. 45 ár og uppreiknað má áætla að það hafi safnast yfir 300 milljónir til geðverndarmála auk þess og ekki síst að opna umræðu  um viðkvæman málaflokk.   
1974/77  Húsnæði Bergiðjunnar byggt fyrir söfnunarfé
1980/83  Byggt áfangaheimili við Álfaland í samvinnu við Geðverndarfélag Íslands.
1986 Uppbygging unglingageðdeildar við Dalbraut“
1989 Keypt húsnæði fyrir sambýli geðsjúkra í  Reykjavík og áfangaheimili á Akranesi.
1992 Kostuð veruleg  stækkun við Bergiðjuna.
1995 Íbúð keypt fyrir aðstandendur barna og unglinga sem voru í meðferð á Dalbraut.  Einnig fengu Bjarg á Akureyri og Sogn í Ölfusi hluta af söfnunarfénu.
1998 Söfnunarfé var varið til endurbóta á húsi Geðhjálpar  við Túngötu.
2001 Klúbburinn Geysir, samtök um gagnkvæman stuðning geðsjúkra, fékk fé varið var til húsnæðiskaupa, Hringsjá starfsþjálfun fatlaðara fékk fé til tækjakaupa og Áfangaheimilið að  Álfabyggð 4, Akureyri fékk fé til endurbóta á áfangaheimili geðfatlaðra.
2004 Geðhjálp og BUGL fengu afrakstur söfnunarinnar
2007 Geðhjálp, BUGL og Forma fengu afrakstur söfnunarinnar
2011 BUGL, 8,5 milljónir. Miðstöð foreldra og barna 8,5 milljónir og Lautin á Akureyri, 5,5 milljónir.
2016    BUGL og Pieta fengu styrk að upphæð 9,5 milljónir hvor.
2019 BUGL og Pieta fengu styrk að upphæð 10 milljónir hvor.